föstudagur, mars 10, 2006


Jón Gauti verður 8 mánaða eftir nokkra daga. Flottur strákur, farin að sitja einn og snúa sér. Nú er stutt í að við verðum að fara setja upp hlið fyrir stigaopið. Hann er svo spenntur fyrir bræðrum sínum og vill helst vera þar sem þeir eru. Það er svo gaman að sjá hvernig hann iðar alveg þegar þeir koma heim úr leikskólanum. Krúttlegt að sjá hvernig hann horfir á þá aðdáunaraugum.

Hérna er ennþá kalt, kalt, kalt, kalt. Það virðist engan endi ætla að taka. Ég er ekki hress með það. Burrrrr ! Er annars búin að vera hlýja mér undanfarna daga með því að prjóna lopapeysuna á Gumma, skveraði henni af á viku. Ánægð með mig.

Strákarnir eru í fríi í dag, starfsdagur í leikskólanum. Einar fór reyndar í talþjálfun núna fyrir hádegi og Guðni fékk vin sinn heim. Þannig að Guðni og Júlíus eru uppi að passa Jón Gauta á meðan ég hangi á netinu og er að spjalla við vinkonur mínar út um allan heim. Jáhá, maður verður að vera up to date á nýjustu sögunum. Þýðir ekkert annað, ekki gerist neitt hérna hjá okkur. Einstaka tilboð á kjöti, en hver nennir að hlusta á það ?????

Bið að heilsa heim, góða helgi gott fólk.

Engin ummæli: