föstudagur, febrúar 24, 2006


Helgin framundan, lítið planað en örugglega margt gert. Inga og Árni koma í mat á laugardagskvöldið. Annars verðum við fjölskyldan bara að skemmta hvert öðru. Það er nú ekkert leiðinlegt, eiginilega bara frekar skemmtilegt. Enda mjög skemmtilegt fólk, tíhí.

Vikurnar líða og áður en við vitum af erum við að fara heim til Íslands í páskafrí. Það verður örugglega alveg rosalega gaman. Gummi fer nú eitthvað heim í millitíðinni, en það verða bara vinnuferðir. Stoppað stutt og unnið mikið (og kannski keypt smá, tíhí)

Guðna fer ótrúlega mikið fram í tali og eftir allar rannsóknirnar hjá öllum sérfræðingunum hafa þeir komist að því að það er ekkert að honum nema að hann virðist eiga erfitt með að læra 2 tungumál. Það er nú gott að vita en þjálfunin heldur áfram og hann verður altalandi áður en við vitum af.

Góða helgi gott fólk.

Engin ummæli: