miðvikudagur, janúar 31, 2007

Munnlega prófið búið og ég stóðst það. Með herkjum þó, ég var alveg tekin á beinið, grilluð, brædd, sneidd, soðin og síðan étin. Dönsku vinkonur mínar rúlluðu prófinu upp enda þaulvanar munnlegum prófum. En ég náið það er það sem skiptir mig og lín máli.

Er alveg búin á því, ætla að njóta þess að gera ekki neitt þar til að næsta önn byrjar. Lovely þangað til á þriðjudaginn.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Tóta mín til hamingju með það, það er eflaust ógeðsllll erfitt að taka munnlegt próf á dönsku, mér finnst bara frábært að þú náðir því, til hamingju aftur. Mikið verður gaman að fá ykkur um páskana....við hlökkum svo til er farin að safna rauðvíni , svo það verður ekki skortur ; - ) hmm á neinu. kv. ósk

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Hæ Ósk. Við bætum síðan rauðvíni, ostum og öðrum herlegheitum við þetta. Hlakka til að eiga huggulega stund með ykkur. Takk fyrir að vilja hýsa okkur fjölskylduna fyrstu dagana. Tengdó reddaði síðan gistingu fyrir okkur síðustu 10-12 dagana. Okkur hlakkar rosalega til að vera hjá ykkur.
Gummi

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með prófið Tóta mín :)

Við hlökkum til að sjá ykkur um páskana

Kv. Mávahlíðarpakkið

Nafnlaus sagði...

Saelinu, lent-komin-maett. Sit her med teid mitt og daist ad utsyni okkar her sem er ekki af verri endanum : Kyrrahafi beint af augum og eins og 200 metrar a strondina.
Allt gekk vel badar flugleidir og mer finnst drengirnir alveg gjorsamlega fila sig i botn, engin adlogun ! Vildu keyra beint af flugvellinum eftir 12 tima flug i Sea World bara !! En eg er ad vinna i tengingu a skype og odrum netheimum, sendi ther meldingu thegar allt smellur.
Sem se : to be continue fra fostudagsmorgunssimtalinu sem var frabaert ad vanda !
Knus a linuna min kaera, hafi thad gotttttttttttt
Eydis

Nafnlaus sagði...

Elsku Tóta, ég er stolt af þér. Það er ekkert grín að snakka dansk þannig að einhver skilji mann ... og standast prófið. Knús til ykkar allra,
Marta María