þriðjudagur, janúar 23, 2007


Janúar er skrítinn mánuður, kalt, svangt og eymdarlegt. Það er enginn undanteking hérna á Flintebakken 95. En til að snúa á þunglyndislega hegðun og líðan þá fórum við í massa átak. MASSA segi ég og skrifa. Núna er bara virk hreyfing og hollur matur alla daga, lítið rauðvín og almen gleði. Ótrúlegt en satt þá virkar það ! Ég fæ meira að segja borgað fyrir að vera í mínu átaki, ekki bara í gleði heldur í beinhörðum peningum. 1500 dkr fæ ég fyrir það að æfa undir stjórn ph.d nema í sjúkraþjálfun.

En ég er núna heima með Jón Gauta lasaraling en hann er búin að vera veikur síðan um helgina. Hann er með háan hita og slappur. Afþví að ég er í fríi og fer ekki í munnlegt próf fyrr en eftir viku þá er ég heima með honum. Við erum í stuttu máli að verða GEÐVEIK á hvert öðru. Að hanga inni allan daginn er ekki neinum til gagns hvað þá gleði. En svona er þetta.

Stóru strákarnir eru hressir og kátir,byrjaðir á sundnámskeiði og komnir í rútínunu í leikskólanum og skólanum með tilheyrandi vinaheimsóknum.

2 ummæli:

Karen Áslaug sagði...

Hæ krúsur, æi hvurslags eiginlega er þetta að vera lasarus - það er nú ekki á það bætandi í janúar að einhver fái pest (kaldhæðnislegt að það sé einmitt mánuðurinn sem allir eru veikir!). En gott að heyra að þið séuð alltaf jafn dugleg og hress. Ég er með kenningu, er að reyna að láta Janúar verða skemmtilegasta mánuð ársins og berst ótrauð við slappleikann og janúarslenið. Af því ef mér tekst það, hversu geggjað skemmtilegir verða þá hinir mánuðirnir! Pínu klikk. En bara pínu.

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Mér finnst reyndar að það eigi að stroka janúar út af kortinu, eða leyfa manni að leggast í hýði eins og dýrin. Manni getur ekki verið ætlað þetta rugl.

En annars finnst mér þetta góð hugmynd með að gera janúar að skemmtilegasta mánuði ársins.