miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Þetta er sem sagt nýja heimilið okkar en við flytjum í Holtsbúð 3 í júlí. Þetta er búið að ganga hratt og við erum ótrúlega ánægð með að vera á leiðinni heim. Við tökum alltaf ákvarðanir á ljóshraða og þetta var ein af þeim.
Þetta er ss um 200 fm raðhús með innbyggðum bílskúr. Stóru strákarnir fara í Hofstaðaskóla og Jónsinn fer á Lundaból. Ég fæ alveg sæluhroll við tilhugsunina, en við erum búin að vera hérna í 3,5 ár núna í sumar og þetta er bara komið gott. Förum með sól í hjarta og erum reynslunni og nokkuð mikið af nýjum vinum ríkari.
Núna er reyndar bara leiðindatími með greiðslumati, fasteignasölum og sölu á húsinu hérna. Þarf að fara að gera eitthvað af viti í skólanum þó að hugurinn sé allt annars staðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Váááá
Til hamingju:
með húsið
með heimkomuna
með ákvörðunina
og allt!
Frábært að þið séuð að koma heim :)
Líst vel á þetta plan hjá ykkur...
Bestu kveðjur, Salka
Takk Salka mín, við erum að deyja úr spenningi. Víhí, hittumst heil um páskana :)
Aftur til lukku med husid. Eg veit nuna hvert thid flytjid og thad vill svo skemmtilega til ad eg hef komid inn i eitt af thessum husum !
Mjog mikil fjolskylduhus, frabaert skref hja ykkur og fint ad fa ykkur heim !
Allt i godu herna megin i heiminum, vedur hlynandi sem er reyndar ekkert endilega must en tho daldid skemmtileg tilbreyting fra heimahogunum :)
Vid hljotum ad na saman a skype bradlega en sendi okkar allra bestu kvedjur thangad til og myndir i dag !
Eydis
Halló elskurnar, þetta er bara gargandi snilld! Rosalega flottar myndir, það á pottþétt eftir að fara svo vel um ykkur þarna! Hlökkum til að sjá ykkur innan tíðar.. Gangi ykkur vel í pappírsvinnunni. Knússss
Skrifa ummæli