föstudagur, janúar 12, 2007

Hringdi hann ?

Ha, hringdi hver, sagði ég.
Nú hringdi pabbinn sem bað um að sækja Einar, sagði Gummi.
Nei það hefur enginn hringt og ég er búin að vera heima í allan dag þannig að....(ég aftur)

Gummi hafði sem sagt fengið símtal í vinnuna um að sækja eitthvað eða einhvern og hann gerði ráð fyrir því að það væri verið að tala um Einar Kára. Hann hváði 2x í símann en maðurinn (jótinn) hélt áfram að tala jafn hratt og óskýrt og áður. Sem er frekar spes vegna þess að það er frekar augljóst að Gummi er útlendingur og talar með hreim. Gummi endaði á að segja við manninn að hringja frekar í mig afþví að hef meiri "styr på ting".

Eitthvað var Gummi að býsnast yfir þessu þegar hann sótti drengina og var að spyrja Einar hvor hann hefði mælt sér mót við einhvern e skóla. Einar var ekki alveg með það á hreinu en datt svona í hug að þetta hefði getað verið pabbi hans Emils W T sem er með honum í bekk. Síðan kom hann með þessa gullnu setningu ; já alveg rétt ég er ekki búin að segja Emil W T að pabbi talar ekki dönsku. Æi æi klaufinn ég ! Emmm já eða það !

Seinna um kvöldið komumst við svo að þeirri niðurstöðu að þetta hefði sennilega verið gleraugnasalinn sem við vorum að kaupa gleraugu af. En við áttum að sækja þau í vikunni !

3 ummæli:

Marta María Jónasdóttir sagði...

Á mínu heimili kallast svona misskilningur ,,að vera með athyglisbrest" ... og kemur dönskukunnáttu ekkert við.

Hafdís sagði...

hey ég man eftir bílaverkstæðinu og það hafði ekkert með dönsku að gera.......

Flintebakken fjölskyldan sagði...

MM- Já við könnumst við athyglisbrestinn. Meira en sumir vilja viðurkenna :S

Hafdís- Já þetta minnir óneitanlega á söguna af verkstæðinu. Hef oft verið að spá í að blogga um hana, en það er svo gott f Gumma að hafa eitthvað partytrikk þannig að ég ætla að leyfa honum að segja hana sjálfur. Tíhí.