mánudagur, nóvember 06, 2006

Köben var æði pæði.

Ég tók rútuna, lenti í köben um 13 og hitti eðalhjónin Jón og Eydísi í lunch á hótelinu. 5 stjörnuhótel, allt í sómanum á þeim bænum. Fór með Eydísi í bæinn, keyptum smá, kíktum á skó og fengum okkur í glas. Fórum upp á hótel og drukkum meira. Út að borða á frábæran stað er-go mæli milljónfalt með honum, góður matur og gott andrúmsloft. Við gleymdust reyndar við barinn, sem var pínuspes en við náðum að skella í okkur 2 drykkjum. Eftir matinn fórum við á lítinn stað í kjallara, dönsuðum og drukkum. Komum upp á hótel um 2 leytið, alveg hressar ! Jeminn þetta var svo gaman, algert delúx í alla staði. Tók rútuna heim um 12 leytið og var lent í Århus um 15.

Gummi og strákarnir voru heima á meðan, það var ekki slegið við slöku hérna frekar en fyrri daginn. Það voru bakaðar smákökur, leigðar DVD, borðað manni og flögur, eldaðar kallakjötbollur og verið í kósí pósí fíling. Gaman að því. En það var þreyttur pabbi sem ég hitti í gær þegar ég kom heim. Þetta tekur á. Næstu helgi verð ég ein en Gummi er að fara til Íslands í afmæli og á vinnufundi. En þá er þetta líka búið í bili.

Er núna í þessum skrifuðum orðum að fara í bæinn að kaupa jólagjafnirnar til að senda Gumma með heim. Það verður gott að vera búin með það.
Góða vinnuviku.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já gaman var það Tóta mín.....en því skal bætt við fyrir mjög nákvæma að við vorum al-einar eftir lönsinn, Jón yfirgaf samkvæmið til að erinda það sem eftir lifði helgar rétt fyrir utan Köben og er ennnn. Þá byrjaði stuðið !
Og sko þrátt fyrir 12 tíma seinkun á fluginu mínu heim í gær er ég svaðalega ánægð með að við létum þetta ganga upp að hittast og rugla og taka púlsinn....þessi jarðarberjadrykkur þarna á diskóinu var kannski too much en what the heck...:( Ég kom heil heim. Góðar stundir !

Karen Áslaug sagði...

Frábært hvað var gaman hjá ykkur:) Svona á það að vera! Bráðnauðsynlegt. Héðan er allt gott, Grétar á fullu að lesa undir próf og er síðasta prófið á mánudaginn - getum ekki beðið! Hlökkum til að sjá hann Gumma á föstudaginn en munum sakna þín - enda nauðsynlegur helmingur! tíhí knús og kossar

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Eydís- já það er gott að fólk haldi ekki að Jón hafi verið að taka þátt í þessari vitleysu með okkur. Sérstaklega þetta með bleikudrykkina var alveg út úr korti. Tíhí.

Karen- ég sendi Grétari gangiþérvelíprófinu hugsanir. Væri líka til í að vera að koma með honum, en svona er lífið, eintómur saltfiskur. Eða eitthvað !