Afmælið fyrir leikskólann búið. Léttir, púha. En við Gummi sóttum alla strákana af deildinni hans Guðna, 11 talsins og svo voru auðvitað bræðurnir 2. Við vorum búin að baka pulsuhorn og pizzasnúða og það var sest á gólfið og gúffað í sig. Í efitrmat var svo súkkulaðikaka með pókemon. Frábært alveg. Þetta eru allt delux eintök og það var bara gleði og grín. Við vorum búin að gera ratleik um hverfið sem tók um 30 mín en í verðlaun var sælgætispoki. Þeir gúffuðu í sig nammi á meðan þeir horfðu á yo-gi-oh bara snilld. Foreldrarnir komu allir um 17, sumir fengu sér rauðvín og setust niður aðrir fóru fljótt. En það sem skiptir mestu máli er að Guðni er í skýjunum með daginn og við líka. Þetta er sko allt þess virði. Grípa tækifærið til að fagna þegar það gefst. Lúv it.
Það er sko skemmtilegast að í heimi að vera afmælisbarn, viljum við óska afa Einari til hamingju með daginn. En hann er einmitt alvöru afmælisbarn, Guðni á ekki afmæli fyrr en þann 27.11.
Góða helgi gott fólk.
5 ummæli:
Til hamingju með afmælið elsku Guðni okkar !!! og til hamingju með strákinn elskurnar :-) æði að heyra í ykkur fyrir helgi, takk fyrir að hringja! Vonandi áttuð þið góða helgi...miss u
Til hamingju með 5 ára afmælið Guðni minn, þú ert nú sennilega farinn að sofa núna en ég vona að þú hafir átt góðan dag! Tóta, ég er að spá í einu, gastu ekki beðið með þetta til 1 des ?
Til hamingju með 5 ára afmælið í gær elsku Guðni okkar
Logi Sigurjón, 4 ára
Salka og Július
Til hamingju með afmælið í gær Guðni minn!!
Takk f afmæliskveðjurnar góða fólk :D
Skrifa ummæli