Þetta er aðalsportið hjá Jóni Gauta þessa dagana, upp stólinn og niður. Mjög mikið stuð, nema þegar hann dettur sem er svolítið oft. Greyið litla. Er að spá í hvað hann þarf að detta oft og meða sig ílla til að fatta að þetta er ekki sniðugt. Finnst þetta frekar þreytandi, en ég þarf víst líka að gera aðra hluti á heimilinu en að hanga yfir honum á stólnum. Sérstaklega þegar ég er ein með drengina eins og ég er núna.
Gummi er nefnilega að fara til Íslands í kvöld, ég sendi hann með allar jólagjafirnar. Fór niður í bæ og kláraði dæmið á 2 klst. 4 búðir, þökk sé H&M, Magasín, Fona og Georg Jenssen. Snilld.
Annað með Jón Gauta hann er byrjaður að tala smá, en fyrsta skíra orðið hans er "prút" en það þýðir prump. Nú segir hann prút í hvert skipti sem hann prumpar, svei mér þá ef hann sagði það ekki upp úr svefni í nótt, hehe. Hann hann segir mamma, pabbi, strákar og prump. Þetta er meiri orðaforði en báðir bræður hans höfðu á hans aldri. Kannski spilar það inn að hann hefur aldrei fengið eyrnabólgur en bræður hans voru áskrifendur að þeim fjanda.
Bið að heilsa í bili, best að hella sér í lestur góðra skólabóka...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli