miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Allt í gleðinni hér á bæ, eins og svo oft áður. Mikið að gera og það er bara skemmtilegt. Ég er búin að fá samþykkt efni í öðrum áfanganum og núna sit ég sveitt að skrifa um tvítyngdbörn og möguleika þeirra. Eða eitthvað á þá leið.
Við fórum síðustu helgi til Flensborgar með Einar B og fjölskyldu, það var mjög gaman og mjög spes. Kíktum í risastóra verslunarmiðstöð þar sem við náðum að kaupa smá, en þó aðallega að skoða. Rosalega er gaman að skoða í búðum sem maður hefur aldrei komið í. Það eru myndir af ferðinni á myndasíðunni.
Á sunudaginn komu Þóra og Danni með börn í heimsókn. Danni, sem er smiður að mennt ætlaði aðeins að hjálpa Gumma með að setja upp hlera upp á loft. Já,já það tók aðeins um 7 klst. Fjölskyldan fór út héðan um 22, það var alveg nett samviskubit hjá mér yfir að hafa haldið þeim svona lengi. Púha. En ég vona að þau séu ennþá vinir okkar.
Við erum svo á leiðinni til Cph um helgina að hitta fólkið hans Gumma. Hinrik mágur hans á 50 ára afmæli og það verður farið á jólahlaðborð. 17 manns takk fyrir. Strákarnir fá að vera hjá Beru frænku og Gunna manninum hennar. Ég vona að þau tali við okkur aftur, en Jón Flón getur verið leiðindapúki. Úff !
Annars er fátt að frétta, ég er bara mjög ánægð með nyhedsavisen íslenska fríkeypisblaðið. Það kemur reyndar ekki alltaf en þegar það kemur þá les ég það upp til agna. Þeir áttu gott skúbb í krabbameinsmeðferðarhneiksli. 10 rokkstjörnur frá mér. Húrra eins og Jón segir svo flott !
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Haha, nei, nei, þetta var fínn dagur ;)
Góða ferð til Köben, og góða skemmtun í afmælinu !
Sjáumst svo hress í julefrokost ;)
Jæja það er nú gott að þetta var fínn dagur. Hlökkum til jólahlaðborðsis :D
Skrifa ummæli