miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Þetta er nýjasta græjan á heimilinu, ísvél. Ég hef lengi gert grín af fólki sem kaupir sér alskonar óþarfa s.s græju til að bræða súkkulaði og rafmagnshníf. Ég hef verið mjög nægjusöm hingað til í græjumálum og einungis keypt mér það allra, allra nauðsynlegasta. Notaði t.d í mörg ár handhrærarann sem mamma og pabbi gáfu mér 1995, hann gaf upp öndina núna rétt fyrir jól. Blessuð sé minning hans.
En ísvélin varð skyndilega must have á heimilinu. En ég er í átaki (eins og fyrri daginn, múhahaha) og sakna þess voðaleg að mega ekki fá mér ís. Þannig að núna geri ég minn eigin ís og gúffa í mig á hverju kvöld. Minn ís er nefnilega svo hollur að maður mjókkar á að borða hann, tíhí.
En annars er það að frétta af okkur að Gummi er orðin heimsfrægur á Íslandi. Skrifaði grein í markaðinn sem er á bls 16 en það er aukablað sem kemur með fréttablaðinu. Við sjáum reyndar bara blaðið á netinu og myndin af honum virkar frekar skrítin. Vona ekki, vil ekki að neinn haldi að Gummi sé skrítinn !
En strákarnir allir eru hressir og kátir, stóru strákarnir á fullu að socialisera og í talprógramminu sínu. Þannig allt er í góðu lagi hérna hjá okkur.
Er ekki einhver sem langar að kommenta á færslurnar hjá mér, ég hangi á refresh takkanum til að sjá hvort að ég sé ekki nógu skemmtileg til að fá komment. Ég er greinilega ekkert sérlega skemmtileg, reyni samt eins og ég get. *tárlekurniðurvangaminn*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli