föstudagur, febrúar 17, 2006


Jón Gauti er orðinn 7 mánaða. Vá hvað tíminn líður, öss öss. Gaman að þessu.

Takk fyrir allar kveðjurnar sem komu við síðustu færslu. Gaman að sjá hvað margir lesa og fylgjast með. Frábært að vita að ég er ekki bara að skrifa út í loftið fyrir sjálfa mig.

Allt gott að frétta héðan, nema helv#$&%$$ veðrið ætlar ekki að verða almennilegt. Ég er orðin frekar þreytt á þessum snjó og kulda. Mér finnst þetta komið gott, nú vil ég fá vorið. En það er einhver bið á því, allt orðið fannhvítt aftur.

Strákarnir eru hressir og kátir, þeir eru mikið að fá vini sína í heimsókn að leika um helgar. Það er mesta stuðið. Gummi er líka voðalega kátur í nýju vinnunni, hann er duglegur að læra einkaleyfalögin og fara á námskeið í köben. Mér finnst það reyndar ekki jafn skemmilegt þegar hann er mikið í burtu, en svona er þetta. Það er alltaf nóg að gera í skólanum hjá mér en það er skemmtilegast þegar allt er á fullu. Ég nota tímann til að læra á meðan Jón Gauti sefur miðdegislúrinn sinn. Forréttindi að fá að vera í skóla.

Góða helgi !

Engin ummæli: