föstudagur, september 29, 2006

Ennþá verkfall í fritidshjemmet, leikskólanum og vöggustofunni. Meira að segja skólinn var lokaður þri/mið/fim strákunum finnst reyndar ekkert leiðinlegt að hanga heima og hafa það huggulegt með okkur Jóni Gauta.

En allt tekur enda og Einar Kári þurfti að fara í skólann í morgun. Ekki hress, hálfgargaði á okkur að það væri sko ekki gaman að vera í skóla. Það er "hård arbejde" eins og hann orðaði það sjálfur. Ég var eitthvað að reyna að lokka upp úr honum hvað væri svona erfitt en það var fátt um svör. Loksins stundi hann því upp að það væri rosalega erfitt að þurfa að perla svona mikið, elsku karlinn minn. Hann er ekki mikill perlugerðarmaður.

Annars hefur þetta verkfallsstúss haft lítil áhrif á okkur, eða við reynum amk að vera jákvæð gagnvart því. Við höfum haft það þannig að Gummi fer í vinnuna snemma og kemur heim um 3 og þá fer ég niður á safn og les til 6. En vonandi fer þetta að leysast og við að komast í rútínu. Ég er dauðhrædd um að JG taki því ekkert vel að fara aftur í vöggustofuna. Hann er alveg komin með móðursýki á háu stigi núna :/

En framundan er helgin með lærdómi og matarboði, en nágrannar okkar eru að koma í matarboð. Íslenskt lambalæri með det hele :D

Góða helgi gott fólk

3 ummæli:

Karen Áslaug sagði...

Halló sætu, jæja gott að Einar komist aftur í skólann. Hvernig var helgin? Við erum nokkuð hress bara á mánudegi, nóg að gera og mikið fjör alltaf hreint :-) Miss u

Nafnlaus sagði...

Þarna þekki ég hann Einar Kára! Hann er eins og við tvær, með tíu þumalfingur og ekki mikið fyrir föndur.

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Karen við söknum ykkar líka mikið, hvenær komið þið næst í heimsókn ? Hehe

Diddí- já það er rétt, EKG er meira fyrir að leysa þrautir og ráða gátur heldur en að föndra. Eins og mamma sín og móðursystir. Ég hef það þó fram yfir móðursystur hans að ég er með háskólapróf í að lita og föndra. Geri aðrir betur, tíhí.