miðvikudagur, september 13, 2006


Þetta er hann Jón Flón, en hann gengur undir því nafni hérna heima. Þýðir lítið að útskýra þennan brandara fyrir dönum, en það er ss líka allt í lagi. Þeir þurfa ekki að skilja allt. En aftur að honum Jóni, hann er fyndinn strákur. Hann er búin að átta sig á alvöru lífsins og valdabaráttunni á heimilinu. En hún snýst um það að sá sem er með fjarstýringuna hann ræður ! Við erum með 2 sjónvörp og nokkuð af græjum og því eru fjarstýringarnar margar. En Jón lætur ekki plata sig með einhverjum fratfjarstýringum sem stýra bara DVD spilurum og videoum. Hann þekkir sko aðaltækið og BRJÁLAST ef hann fær það ekki í hendurnar. Það er sko ekkert grín að vera nálægt honum þegar hann tryllist. Einar er búin að biðja mig um að halda honum í fjarlægð þegar hann er með vini sína í heimsókn. Það er greinilega ekkert grín að vera undir hælnum á 1 árs gömlum bróður sínum. Við foreldrarnir skiljum hann vel, en við erum líka skíthrædd við litla dýrið.

Nóg um Jón og að skemmtilegri umræðuefnum. Við vorum með frábæra gesti um helgina, Karen og Grétar eru náttl alveg spes. Sem betur fer, því miður þurftu þau að drífa sig heim því að Karen þurfti að gera eitthvað í sambandi við vísitöluútreikning í seðlabankanum. Grétar les ekki þetta blogg þannig að ég nenni ekkert að vera fara nánar út í það hvar hann eyðir tímanum.

Skólinn hjá mér er ÆÐI, ég er komin í frábæra lesgrúbbu og við hittumst alltaf fyrir fyrirlestrana. Það hjálpar manni aðeins til að skilja efnið. En það er ótrúlega mikill lestur og það er ekki séns að komast yfir að lesa allt fyrir hvern tíma. En það er bara þannig.

Guðni er núna í þessum skrifuðu orðum á Koloní en hann fór þangað með leikskólanum og verður þar í 2 nætur. Við söknum hans pínu en það er svo mikið að gera hjá okkur að við náum lítið að spá í það að það vantar einn.

Annars erum við almennt hress, veðrið er lúxus ég hjóla berfætt á stuttermabol í skólann. Frábært alveg :D

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff !! berfætt í skólan þú heppin, ég fer í úlpu og er með húfu og vettlinga þessa dagana. Já stúlkurnar "mínar" eru þær flottustu og skemmtilegustu í heimi. Gaman að heyra að þér líki vel í skólanum.. bið að heilsa í bæinn. kv. ósk

Nafnlaus sagði...

Hihi, hann Jón Flón er alltaf jafn flottur. Það er gott að hafa skap. Og alveg sérstaklega þegar maður er minnstur á heimilinu. Stundum þarf að heygja smá baráttu til að ná fram réttindum í þessu lífi ;)
Hafið það gott í sólinni, þetta er bara ÆÐI! Sendi lærdómsstrauma, og kannski verum í bandi fyrir helgina. Hilsen, Þóra.

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Ósk- ég rakst einmitt á það á barnalandi að það þarf að klæða lítil börn í útigalla á íslandi. Púff veit ekki hvort ég hef hugrekki í að flytja aftur heim. Burr.

Þóra- Já hann Jón er fínn, stundum smá frekur, en hey hvað er það milli vina. Sjáumst á sunnudaginn.

Karen Áslaug sagði...

Já ég segi það með þér, því miður þurftum við að fara aftur heim :-( Vó man annars hefði vísitölu útreikningurinn bara farið fjaxxxx til ! DJÓK. Ég steingleymdi að segja þér aðalleyndóið varðandi bloggið, Grétar las varla MITT blogg á meðan ég var í Strassborg!!! Helduru að það sé kærasti. Mega danskt knús til ykkar þar sem ég er að undirbúa fyrirlestur á dönsku með nefmæltu ívafi.