miðvikudagur, september 06, 2006Gestirnir komu og fóru, þetta var auðveldara en ég hélt. Maðurinn Freideman er ss frá Þýskalandi og konan Ólí er kinversk og þau kynntust í Japan. Spes. En þau eiga 2 krúttlega krakka og það var bara mjög sniðugt að hitta þau. Ég og Ólí gátum talað saman á þýsku þannig að þetta var fínt, ég hafði smá áhyggjur af tungumálahindrunum í samskiptunum, en þetta gekk smurt. Dejligt.

Helgin var fín að venju, voru með gesti í mat á laugardaginn. Tómas vinnufélaga Gumma, Barböru konuna hans og strákana þeirra tvo. Við vorum með íslenskan mat, flatkökur með hangikjöti, lambalæri og ostaköku. Ég held að þau hafi bara verið ánægð með það. Ekki jafn ánægð og við en við erum alltaf alveg einstaklega ánægð með íslenskan mat, það er nánast pínlegt hvað við hrósum honum mikið. Það er ekkert að því að vera þjóðernissninni, tíhí.
Á sunnudaginn tók ég mig svo til og bakaði kleinur í fyrsta sinn á ævinni, tvöfalda uppskrift -ekkert rugl- við buðum síðan Þóru og Danna í herlegheitin. MJÖG ánægð með kleinurnar -þó að við segjum sjálf frá-.

Myndir vikunnar eru frá síðasta laugardegi en ég fór með strákana í bambadýragarðinn á meðan Gummi þreif og skúraði. Stuð. Þetta er svo krúttlegir strákar sem við eigum að ég stóðst bara ekki freistinguna að monta mig af þeim.

Karen og Grétar koma svo á morgun, það verður mikið grín mikið gaman, ef ég þekki okkur rétt. Gaman, gaman.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ alltaf gaman að fylgjast með ykkur á síðunni. Það er bara fjör og gaman í vinnunni hjá mér, ég bauð öllum bekknum heim í morgun í pottaparty, pulsuveislu og ís-gleði. 16 börn fóru í pottin í einu......ekkert smá fjör. kv. ósk

Nafnlaus sagði...

Tóta þú getur kíkt á myndir á hjalli.is síðan velja barnaskólinn eldri eining/kjarnar/7 ára stúlkur/fréttir. kv. ósk

Nafnlaus sagði...

Einu sinni þegar ég var í Þýskalandi mætti ég bömbum sem ég var skíthrædd við

kv, Diddí

Karen Áslaug sagði...

Jahá það var heldur betur mikið grín og mikið gaman!! Takk ÆÐISLEGA fyrir okkur, guð hvað var gaman að sjá ykkur öll, helgin fer á topp tíu listann minn :-) Luv ya

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Ósk - voðalega eru þetta sætar og krúttlega stelpur sem þú er að kenna. Flottar myndir :-)

Diddí- ertu ennþá hrædd við Bamba ? Þetta eru nefnilega danskir bambar og þeir eru ágætir. Þýskir bambar eru sennilega eins og þjóðverjar, svolítið skrítnir.

Karen- Það var ÆÐI að hafa ykkur. ALveg mörg rokkarastig :D