föstudagur, júní 23, 2006


Allt í volli og ég orðin veik. Einmitt þegar það mátti ekki gerast þá veiktist mamman á heimilinu. Vaknað með beinverki og hálsbólgu í gær. Gummi var heima að hugsa um JG en ég fór þó að útskriftarveislu Einars Kára úr Skovhuset en það er talþjálfunarstaðurinn hans. Tók bara 3 panódil og þá varð ég "fersk".

En annars erum við bara hress, eigum bara eftir að pakka, slá grasið og svoleiðis smáatriði. Það er á dagskránni í dag. Annars skil ég ekkert í þessu með linkana afhverju þeir eru ekki efst á síðunni eins og þeir voru alltaf. En myndasíðan okkar er enn í gangi og nokkrar nýjar myndir komnar. Veit ekki alveg hvernig þetta verður á Italíu, það verður bara að koma í ljós.

Hrós vikunnar fæ ég sjálf afþví að ég er ekki búin að vera að fríka út yfir því sem á eftir að gera. Alveg orðin dugleg í að sssslaka á. Tíhí.

Engin ummæli: