þriðjudagur, júní 20, 2006


Skrítin vika, skrítin helgi. En dagskrá helgarinnar var þéttpökkuð með matarboðum og öðrum skemmtilegheitum. Hvað gerðist þá ??? Nú Einar veiktist, aftur. Alveg merkilegt, ég fékk tíma hjá heimilslækninum okkar og fékk hann til að samþyggja blóðprufu sem var tekin seinna sama dag. Ég fékk niðurstöðurnar áðan og þær eru eitthvað brenglaðar og benda til sýkingar einhverstaðar, sem er ekki skrítið í ljósi þess að Einsi hefur verið veikur hverja einustu viku núna í 8 vikur. Fjúff. En við eigum ss tíma hjá lækninum aftur á fimmtudaginn.

Annars vorum við hin líka veik, gubbupest og hár hiti þannig að það var ekki margt afrekað. En annars stefnir allt í áttina að Italíu, þvo föt og þrífa hús. Gaman að því.

Engin ummæli: