föstudagur, september 22, 2006

Verkfallsverðir

er það hlutverk sem við strákarnir erum búin að vera í sl 2 daga. Við erum búin að standa fyrir framan vöggustofuna hans Jóns og varna starfsfólki inngöngu. Það er gert til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði kommununar (bæjarfélagsins) til barnaheimila, vöggustofa og fritidsheimila. Til þess að starfsfólkið þyrfti ekki að fara í verkfall þá ákváðum við foreldrarnir að styðja þau frekar í því að komast ekki inn í leikskólann og þ.a.l ekki missa laun. Snilldar fyrirkomulag. Við höfum haft það svo huggulegt, sitjandi í 23°hita og sól með góðu fólki. Allir starfmennirnir af leikskólanum urðu að vera á staðnum líka, þannig að við sátum bara og kjöftuðum. http://www.123hjemmeside.dk/ellevang/5133701 hérna er heimasíðan um verkfalliðþ

Annars var fyrsti foreldrafundurinn í skólanum hans Einars, það var verið að ræða komandi vetur og lúxus vandamálin sem eru tilstaðar td eins og hvort afmælisgjafir eigi að kosta 20-25-30 dkr eða hvernig eigi að standa að boðsbréfum í afmælisveislur. Á að bjóða öllum bekknum, bara stelpum eða bara strákum, það sér það hver sem er að þetta er vesen, tíhí. En í lok fundarins var framboð í foreldraráð bekkjarins og ég gat ekki setið á mér að bjóða mig fram, komst að og er lukkuleg með það. Finnst það reyndar fyndið í ljósi þess að á Íslandi upplifði ég það ítrekað að það þurfti að draga nöfn foreldra úr hatti til að manna foreldarfélagið. Sinn er siðurinn í hverju landi. Hérna er kosið um að komast í foreldarfélagið en heima er fólk dregið í það.

Annars er framundan góð helgi með nóg að gera, hluti fer í lærdóm en annars eru matarboð og annað grín í gangi. Næsta vika er svo undirlögð í verkföll.

3 ummæli:

Hafdís sagði...

alveg eru þið spes þarna í danmörku

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Úff segðu mér frá því, mega spes lið alveg. Furðufuglar á hverju horni :-)

Hafdís sagði...

Þið komust í fréttirnar á mbl.is