Þessi mynd var tekin hjá Kára þar síðust helgi. Sýnir svolítið stemninguna en kvöldið endaði með því að strákarnir fengu að gera "snorbrød". En það er brauðdeig sem sett er á pinna og eldað yfir opnum eldi. Mjög sniðugt og skemmtilegt.
En annars er ég mest upptekin af skólanum þessa dagana. Fyrsti dagurinn var á þriðjudaginn í síðustu viku. Það var dagskrá allan daginn, ýmiskonar fyrirlestrar og endað í sameiginlegri matarveislu. Ég verð nú alveg að viðurkenna að mér leið ekkert sérlega vel fyrst, ráfandi um ein og yfirgefin. Svo skildi ég ekkert í ræðu rektorsins (komst sem betur fer að því seinna að enginn hafði skilið neitt í henni, tíhí) og mig langaði mest til að hringja í Gumma og segja við hann að ég væri hætt við þetta allt saman. Ég ákvað samt að þrauka daginn, og endaði á að skemmta mér stórvel. Kom heim um kvöldið og pantaði mér skólabækur f um 20 þús íkr. Núna bíð ég spennt eftir að fá bækurnar og geta kastað mér yfir fræðin. Við erum frekar fá í bekknum (um 30) og flest stelpur á mínum aldri og yngri. Mér líður þannig núna að ég get ekki beðið eftir að mæta í skólann á þriðjudaginn í næstu viku. En ég verð í skólanum þriðjudaga og miðvikudaga frá 10-14. Mjög sniðugt !
Í öllu þessu skólastússi hafði ég líka tíma til að kíkja á Madonnutónleika með Þóru og Danna vinum okkar í Horsens. Mér fannst tónleikarnir ekkert spes, þannig séð. Það var rosalega mikið af fólki og það var lítið hægt að sjá hana á sviðinu. En svona er þetta með stórstjörnurnar :D En ég var í góðum félagsskap og það er það sem telur, eða hvað ? Gummi var líka í góðum félagsskap hérna heima en hann var með okkar stráka og 2 auka stráka en vinnufélagi hans og konan hans fengu miða á síðustu stundu. Gummi stóð sig eins og hetja í pössunarmálunum, rúllaði þessu upp eins og hann hefði þetta að atvinnu.
Helgin var frábær að venju, við fórum til Þóru og Danna og kíktum á Miðaldarhátið sem var í Horsens. Gistum og fórum svo í gær í sund, en Horsens er með eina af flottari sundlaugum sem við höfum farið í, heit og fín. Algert delúx.
En núna er mánudagur, við erum að fara að fá gesti á miðvikudaginn. Vinur Gumma síðan í þýskalandi og konan hans eru að koma með 2 börnin sín. Þau ætla að gista í 1-2 nætur. Það er svolítið spes að vera að fá fólk í heimsókn sem maður hefur aldrei séð en um leið voðalega spennandi. Við vitum bara að Friedeman (vinur Gumma) er búin að vera mörg ár í Japan og hann getur þess vegna verið giftur japanskri konu sem talar kannski ekki ensku eða þýsku. Mér finnst þetta alveg frábært.
6 ummæli:
Hæ hó! Það verður pottþétt æði í skólanum, svo spennandi að byrja í einhverju nýju og fersku. Það er m.a.s gaman að taka plastið utan af nýju bókunum!! Hey við vorum á þessari miðaldahátíð fyrir nákvæmlega 3 árum síðan - mikið fjör. 10 dagar í að við sjáumst, við teljum dagana! Ég er svo að fara til Swiss á morgun og fram á föstudag á ráðstefnu, nóg að gera ;-) Knús í krús....
Gleymdi að segja góða skemmtun með gestunum.... ;) Ágætt að þið fáið smá upphitun áður en við komum "with the Icelandic groove and boogie"!!!
Fékk Gummi að borga greiðann hérna um daginn, ég samt þann mann ekki alveg fyrir mér á Madonnutónleikum!
Karen- oh ég vona að það verði æði, nenni samt ekki að þurfa að lesa allar þessar bækur sem treyma í póstkassann.
Hafdís- jeminn þú hefðir fengið áfall ef þú hefðir séð allt þetta fólk á tónleikunum, það voru heilu sambýlin, fólk með smá börn og lítil börn og nokkrir alveg komnir af "léttasta". Þannig að Tómas skar sig lítið úr !
Hahaha, já, það voru sko alveg þónokkrir þarna alveg komnir af því "léttasta", get vottað það ;)
En segi með þér, góður félagsskapur var það sem bætti um betur. Takk svo fyrir síðast, var rosa gaman að fá ykkur, hafið það gott með þjóðverjunum!
ok Tommi var sem sagt að innheimta greiðann! Hann átti það sko sannarlega inni:-)
Skrifa ummæli