þriðjudagur, ágúst 01, 2006



Nýr mánuður, ný byrjun. Jón Gauti orðin vöggustofubarn og Einar Kári byrjaður á Fritidshjemmet. Gerist ekki mikið betra en það. Svona svipað og veðrið hérna í Júlí, bara lovely. Besti júlímánuður í mannaminnum.

Persónulega var júlímánuður líka góður fyrir okkur, búið að vera ljúft, fullt af fríi, rólegheit, bjór og sól. Sl helgi endaði svo júlí og líka ljúfalífið, kvöddum það með góðu fólki. Tengdó komu hingað og voru yfir helgina, Ósk systir hans Gumma skellti sér með og hún gisti meira að segja hjá okkur. Það var æði að hitta þetta góða fólk og við hlógum mikið. Fórum lítið, sátum aðallega úti í garði og spjölluðum. Huggó !

Núna er bjórbann (nema á föstudaginn þegar Þóra og Danni koma :Þ) og megrun. Svona er lífið. Skólinn byrjar svo hjá mér 22 ágúst með 3 daga kynningarfundum og skemmtunum. Spennó.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló kæra fjölskylda! Djö er orðið langt síðan Gummi hefur hringt í mig þegar þið hafið verið að taka góða koju, maður næstum því saknar þess hehe. Er annars góður og hlakka heil ósköp til að sjá ykkur með haustinu. Sólarkveðjur úr Laugarnesinu.

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Örlar á öfund Grétar minn ? Ég veit að við erum skemmtileg og mikið gleðifólk og þú saknar okkar alveg helling. En common þú ert að koma, alveg rólegur vinur, við skulum detta í það með þér, tíhí. Lúv frá Århus

Karen Áslaug sagði...

hehehe við teljum sko dagana!! Það verður ekkert bjórbann þá helgina! Mikið verður æðislegt að sjá ykkur:c) Verslunarmannahelgin á næsta leyti og við á leiðinni austur í fjörið. Knús og margir kossar til ykkar...

Nafnlaus sagði...

Hehe, nei, það verður sko ekkert bjórbann eða megrun í kvöld ;)
Hlökkum þvílíkt til að hitta ykkur :) Skvísan rosa spennt að hitta strákana og gista, þvílíkt spennó!
Knus og kram, Þóra.