þriðjudagur, júlí 25, 2006

Komin heim frá köben, búin að þvo fjall af þvotti og hversdagurinn komin í allri sinni dýrð.

Köben er æði og hún var alveg jafn mikið æði núna eins og alltaf áður, við erum endalaust skotin í borginni. Ég væri sko alveg til í að búa þar með öllum sem við búum með hérna. Við vorum td í mat í gær hjá foreldrum leikskólavinar strákana. Það var rosalega gaman, sátum úti í góða veðrinu og átum, drukkum og vorum glöð.

Annars er Gummi byrjaður að vinna aftur, skildi mig eftir með alla drengina þannig að það er búið að vera prógram upp á hverja mínutu. Þar kemur leikskólakennaragráðan sér vel, ekki það að ég myndi nú ss alveg fatta að skipuleggja þó að ég væri ekki B.ed. Hehe.

Núna eru hérna 5 strákar í Yo-gi-yo partýi, það var byrjað með pizzasnúðum og djúsi. Svo var farið upp að horfa á Yo-gi-yo DVD sem strákrnir voru að kaupa sér. Það heyrist ekki orð í stráknum, svei mér þá ef það er ekki bara auðveldara að hafa 4+, kannski maður ætti að skella í annan strák. Held ekki ! Fæ bara lánað ef mig vantar, af nóg er að taka.

Hilsen úr sólinni.

9 ummæli:

Karen Áslaug sagði...

Gott að heyra að lífið hafi verið ljúft í Köben :) Þannig er það alltaf þarna í DK! Hér er áfram staðið í ströngu í íbúðarstússi, svo eigum við von á gestum frá Helsinki um helgina. Ætli maður gerist ekki frumlegur og fari í Blue Lagoon og Golden Circle u know. Knús + kram

Nafnlaus sagði...

Voða gaman að fá ykkur í heimsókn. Gleymdum að láta ykkur kíkja í kassan "of lítil föt á strákana" (okkar). En við hittumst kannski hjá Kára í ágúst?

Nafnlaus sagði...

Voða gaman að fá ykkur í heimsókn. Gleymdum að láta ykkur kíkja í kassan "of lítil föt á strákana" (okkar). En við hittumst kannski hjá Kára í ágúst?

Nafnlaus sagði...

Well done!
[url=http://raqphswq.com/kmes/qpxk.html]My homepage[/url] | [url=http://eejfmrcm.com/epwe/hxac.html]Cool site[/url]

Nafnlaus sagði...

Good design!
My homepage | Please visit

Nafnlaus sagði...

Thank you!
http://raqphswq.com/kmes/qpxk.html | http://isiuytno.com/ouov/pygk.html

Nafnlaus sagði...

Hæ,hæ.
Var að renna í gegnum nokkur albúm. Strákarnir ykkar eru ótrúlega fallegir og ekki annað að sjá en að þið hafið það svakalega gott - kannski vel rúmlega það :)

Af okkur og nánustu er allt gott að frétta. Nóg að brasa og allir sprækir.

Bestu kveðjur frá Olgu og co.

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Góða ferð um Ísalandið góða, Karen. Marimekkohilsen til finnana :-)

Bera- Við ætlum til Kára en þið ? Værum sko alveg til í að kíkja í kassann, gerum það kannski bara næst ;-)

Takk f kveðjuna Olga, velmegunarmaginn vex hratt hérna í DK og við erum alveg eins og blóm í eggi. Ekki slæmt það !

Nafnlaus sagði...

Við ætlum til Kára, tökum bara kassann með