Komin heim eftir dásamlega ferð. Umm Bella Italía er í okkar huga mikið meira en nafnið á tjaldstæðinu sem við vorum á. Þessi ferð var frábær í alla staði. Ferðasagan er í stuttu máli á þessa leið.
Við keyrðum af stað á sunnudeginum, komum við hjá vinum okkar í köben og fengum okkur kaffi og með því með þeim. Keyrðum svo niður að bátnum sem fór frá Gedsted í DK yfir til Rodstock til DDR. Við vorum komin þangað um 7 leytið um kvöldið og svo keyrðum við alla nóttina og um 9 leytið um morgunin rendum við í hlað á tjaldstæðinu þar sem við gistum næstu 2 vikurnar í fínu sumarhúsi.
Tjaldsvæðið er frábært en það liggur niður að gardavatni, það var allt af öllu á svæðinu, margar sundlaugar, barir, veitingastaðir og verslanir. Staðurinn stóð svo sannarlega undir þeim 4 stjörnum sem hann prýðir. Fær öll okkar meðmæli amk.
Við notuðum ferðina vel, fórum meðal annars til Feneyja og Veróna. Skoðuðum okkur vel um í hinum ýmsu litlu bæjum sem liggja í kringum vatnið. Ekki má gleyma vatnsrennibrautagarðinum og kvikmyndagarðinum sem strákunum fannst hámark ferðarinnar.
En við erum alveg orðin ástfangin af Italíu eftir þessa ferð, maturinn er svo góður, umhverfið er svo fallegt, Italir eru svo barngóðir og veðrið alltaf gott. Bara ljúft !
Á leiðinni heim keyrðum við til Frankfurt og vorum þar hjá vinum okkar í 2 nætur. Það var frábært að hitta þau, en ekki alveg jafn skemmtilegt að hitta þjóðverjana. Alveg merkilega leiðinleg þjóð, skil ekkert í okkur að hafa getað búið þarna. Sérstaklega ekki Gummi sem eyddi þar tæplega 8 árum. Fuss og svei.
En núna erum við komin heim, búið að þvo margar vélar af þvotti. Strákarnir fóru í leikskólann í morgun og Einar sagði eftir 2 mín, drífðu þig heim mamma, vinir mínir eru alveg "vild med mig". Krúttið !
En það eru nýjar myndir á myndasíðunni, og það er alveg óhætt að kommenta. Annars fer ég að gráta. Buhu
8 ummæli:
Kommentið svo gott fólk !
Mikið er ljúft að geta látið í mér heyra á þessari síðu, þögnin var orðin hálf yfirþyrmandi er það ekki;) Mikið er frábært að heyra hvað var æðislegt á Ítalíu ! Hefðum sko verið til í að vera með ykkur. Miklar saknaðarkveðjur úr rykinu, sparslinu, málningunni já og ekki gleyma rigningunni. Luv, KÁV
Sakn sakn sömuleiðis....biðjum að heilsa í ruglið á íslandi !
Lúv
Hæ,alveg sammála, frábært að fara í frí með börn til Ítalíu.
Var ekki eitthvað með að þið ætluð að koma til Kbh bráðlega?
Jújú Bera við erum að koma til Köben í næstu viku, vorum að vona að þið væruð heima til að hitta okkur :D
Nice site!
[url=http://psvayrpq.com/rnsu/nzqg.html]My homepage[/url] | [url=http://ksnmiatd.com/iqjb/qegp.html]Cool site[/url]
Good design!
My homepage | Please visit
Great work!
http://psvayrpq.com/rnsu/nzqg.html | http://ixttdpgg.com/ixtz/dbth.html
Skrifa ummæli