sunnudagur, júlí 16, 2006


Jón Gauti er orðin 1 árs strákur. Hann átti afmæli í gær og byrjaði dagurinn á gjöfum frá okkur, ömmum og öfum á Íslandi. Drengurinn þakkar mikið fyrir sig og biður mig um að skila því til ykkar allra að hann er sæll og glaður með nýja dótið sitt og nýju fötin sín.

María, Pálmar kínafara og börnin þeirra komu svo í síðbúin morgunmat. Þau sátu fram eftir degi úti í garði í huggulegheitum, ekki amalegt að hafa góðan garð þegar það er 25° og sól.

Á föstudaginn var líka stór dagur hjá Einari Kára en þá var síðasti dagurinn hans í leikskólanum. Núna er hann ekki lengur leikskólabarn heldur skólastrákur. En þeir voru 3 félagarnir að kveðja, við buðum til veislu með pizzasnúðum, pulsuhornum, saft og grænmeti. Svaka stuð.

Talandi um Einar þá sagði hann við mig um daginn þegar við vorum að ganga heim úr leikskólanum og vorum að dáðst að JG, oh mamma erum við ekki heppin að eiga svona stóra sól í lífi okkar sem hann JG er. Awww þetta varð náttl alveg til þess að ég bráðnaði á staðnum, og síðan þá er JG yfirleitt kallaður sólin. Fer honum bara vel.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með eins árs afmælið Jón Gauti!!!
Kveðjur frá Íslandi,

Hafdís sagði...

já það vantar ekki spekina í hann Einar, fer hann ekki beint í 7 ára bekk? til hamingju með Jón, hann er alltaf jafn sætur:-)

Karen Áslaug sagði...

Til hamingju aftur með sætu sólina! :-) Ji hvað Einar er mikið krútt. Sólargeislar allir þrír. Fékkstu ekki örugglega smsið um helgina? Náðum því miður ekki að hringja, vorum á haus í rykinu. Gott að heyra að helgin hafi verið ljúf og góð. Heyrumst í vikunni. Luv, KÁV

Hildur sagði...

til hamingju með afmælið Jón Gauti minn!

Nafnlaus sagði...

Svei mér, ef blessaður drengurinn er ekki enn að fríkka. Var þó aldeilis sætur fyrir. Kyssið hann þúsund sinnum frá afa og ömmu í Barmahlíðinni.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með drenginn...var allan laugardaginn að reyna að muna hver aetti afmaeli thennan dag.....kom upp með allt annad nafn og daudskammast min nu fyrir að hafa gleymt að senda kvedju. Hann er aedi sem og their allir sem einn. Flottir. Til lukku ! Eydís & Co

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir allar kveðjurnar kæru vinir. Við erum núna í köben í slöööööööööökun.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Jón Gauti. Þið bræðurnir eru ekkert smá flottir. Hafið það sem best í Köben.

kveðja
Magga og strákarnir

Nafnlaus sagði...

Hæ sætu :)

Við erum loksins komin heim og óskum ykkur alveg innilega til hamingju með Jón Gauta! Leiðinlegt að komast ekki í afmælisveisluna, vonum að stráksi hafi átt góðan dag :)
Frábært að það hafi verið svona vel heppnað á Ítalíu, okkur langar mikið að prófa að fara þangað einhvern tímann!
Hafið það rosa gott í Köben, og sjáumst sem fyrst, hress og spræk ;)
Knús, Þóra og fjölsk.

Karen Áslaug sagði...

Hæ uppáhölds, vonandi leikur sælan við ykkur í Köben. Hér er sólin loks farin að láta sjá sig ! Eins gott ! ég var verulega farin að hafa áhyggjur af geðrænu ástandi fólksins í kringum mig. Ég hins vegar er að vinna í því að vera svona týpa sem er óháð veðri, að veðrið hafi aldrei áhrif á skapið í mér. Það gengur hægt! :-) en batnandi týpum er best að lifa.
Knús og meira knús.....

Nafnlaus sagði...

Good design!
[url=http://aruvdoce.com/bwwn/izqo.html]My homepage[/url] | [url=http://zzwfxvxq.com/ngjg/xblc.html]Cool site[/url]

Nafnlaus sagði...

Thank you!
My homepage | Please visit

Nafnlaus sagði...

Great work!
http://aruvdoce.com/bwwn/izqo.html | http://dqitmbln.com/pxlk/nhjg.html