föstudagur, júní 01, 2007

Mamma dóni ! Sagði Einar um daginn, ég hvað alveg ha ! Ég dóni, nei það getur ekki verið. Jú það má ekki segja "sku" ég bara alveg nú, ó okey.
Ég er semsagt búin að búa hérna í tæp 4 ár og er búin að tala flydene dansk að eigin mati allan tímann. En sku er sem sagt ekki það sama og sko, það er eiginilega blótsyði. Til dæmis þegar ég hef verið spurð hvort að strákarnir gætu leikið þá hef ég svarað; Ja det ved jeg sku ikke, meinandi, tja það veit ég ekki alveg. En danirnir heyra mig segja; What the HELL do I know........ Ég fer að slaga upp í Kamillu systur í krúttlegheitum. Gaman að því.

Annars er Jules minnsta systir mín að útskrifast úr menntaskólanum í dag. Ég vildi að ég væri í Barmó að samfagna. En svo er ekki, í stað þess sit ég heima og drekk rauðvín. Jáhá.

3 ummæli:

Karen Áslaug sagði...

Til hamingju með systur þína! Æðisleg mynd af strákunum hérna fyrir neðan, svo sætir bræður! Annars allt gott að frétta, utanlandsferðir búnar í bili sem er mjög gott :)

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Takk fyrir kveðjuna Karen mín :) Gaman að vera að heiman, en heima er samt alltaf best.

Eygló sagði...

Hahahaha snilld! Skemmtilegur svona misskilningur :D