mánudagur, ágúst 21, 2006


Í dag var fyrsti dagurinn sem Jóni Gauta fannst gaman í vöggustofunni. Honum fannst bara alveg reglulega gaman, hló og gerði grín. Þetta eru búnar að vera erfiðar 3 vikur fyrir hann. En núna er hann búin að átta sig á því að þetta er viðvarandi ástand. If you cant beat them, join them. Það er svo mikið þannig.

Einar Kári er í skýjunum með skólann sinn, strákarnir í bekknum eru skemmtilegir og það er margt að gerast. Fritidshjemmet er líka snilld.

Guðni Þór var að byrja í skovhuset í dag er þangað fer hann 2x í viku í talþjálfun og æfingar. Hann er ss í sama prógrammi og Einar var í síðasta vetur. Það er fínt. Við þekkjum þetta og vitum við hverju er að búast.

Helgin var frábær að venju við fórum í ævintýralega veislu á laugardagskvöldið en Kári frændi hélt upp á 18 ára afmæli hans Gísla sonar síns. Það var haldið undir berum himni og þegar við vorum búin að vera í ca 1 klst byrjaði að STURT rigna. Sem betur fer var búið að setja upp tjöld sem við gátum farið undir en það var svo mikil rigning að það var ekki hægt að tala saman. Sem betur fer stytti fljótt upp en það var blautt, blautt, blautt, en gaman, góður matur og skemmtilegur félagsskapur. Strákarnir skemmtu sér konungalega við að leita af froskum og eltast við hvorn annan. En það voru margir strákar á staðnum.

Bera frænka og hennar hyski kom svo í morgunkaffi á sunnudeginum og Þóra, Danni og börn kíktu við í kaffi sem endaði í matarboði. Alveg frábært. Núna erum við bara að finna upp á leiðum til að halda Þóru og Danna eins lengi og við getum í landinu. Það væri nú svart ef þau færu að yfirgefa okkur eins og allir hinir. Kannski hefur það eitthvað með okkur að gera hvað allir eru viljugir til að flytja til Íslands ? Hver veit ???? Vonum samt ekki.

6 ummæli:

Karen Áslaug sagði...

Skilaðu til Þóru og Danna frá mér "don't do it-don't do it!!!!!" ekki það að Ísland er alveg frábært, en það er bara svo glaaaaatað að vera án ykkar. Einar Kári flottur með skólatöskuna! knús rús og 16 dagar!

Nafnlaus sagði...

Hihi, við erum ekkert á leiðinni burt, höfum það svo gott hérna ;)
Takk kærlega fyrir okkur, var reglulega gaman eins og alltaf að kíkja á ykkur :)
Sjáumst í banastuði á morgun, er mín ekkert að verða spennt?

Hafdís sagði...

ps engin öfund:-)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að koma okkur í ökuhæft ástand, ekkert jafnast á við gott kaffi eftir að hafa sofið í tjaldi í þrumuveðri!

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Karen- ég geri allt sem í mínu valdi er til að halda Þ&D lengur, mun því skila þessu til þeirra frá ykkur. Tíhí.

Þóra og Hafdís- Madonna rokkar ! Ekki orð meira um það !

Bera- þið eruð alltaf velkomin í kaffi hvort sem þið eruð ökufær eða ekki. Hehe.

Nafnlaus sagði...

Ég væri nú til í að fá ykkur öll til Íslands!
kv, Diddí