sunnudagur, ágúst 13, 2006


Amma Tóta var hjá okkur í viku, þetta var góð vika með fínu veðri ekki of heitt en sól og blíða alla daga. Amma kom til að skemmta mér á meðan Jón G var að byrja í aðlögun. Sem betur fer, því að JG var ekkert sérlega sáttur við að vera skilin eftir hjá einhverjum ókunnum konum, en það venst eins og allt annað. Hann er núna farinn að vera í vöggustofunni frá kl 8:30 til 14 og er það bara nokkuð gott miðað við aldur og fyrri störf. Hann er að vísu ekki sáttur allan tímann og sefur stutt en hann fær að sitja í vagni og horfa á hin börnin leika sér. Það finnst honum ágætt.

En við amma fórum ss víða, kíktum til Silkeborg og Ry, og ekki má gleyma tuskubúðunum hérna í Århus en við keyptum okkur nokkrar flíkur. Það er alveg best í heimi að kaupa föt með ömmu, hún er svo mikil smekksmanneskja. Ég keyrði hana svo út á flugvöll í gær og finnst skrítið að hún sé farin heim. En svona er þetta.

Alvara lífsins hefst svo á morgun hjá Einari Kára en á morgun er fyrsti skóladagur. Við foreldrarnir förum bæði með, myndum viðburðinn og látum eins og barnið okkar sé fyrsta barnið sem fer í 6 ára bekk. Tja svona er þetta. En hann fer með fína skólatösku frá ömmu Hildi og pennaveski frá Ósk frænku. Ekki amalegt það.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sótti einmitt hana ömmu T upp á völl í gær og hún lét rosalega vel af dvölinni.

Úr því að minnst er á skólatöskur annars, þá fékk Júlía Kristín líka skólatösku í dag. Og heldurðu ekki að daman hafi valið bleika glimmertösku sem á stóð "Megababe"?

Ætli hún sé í alvörunni skyld okkur!
kv, Diddí

Nafnlaus sagði...

Hæ kæra fjölskylda

Til hamingju með fyrsta skóladaginn hans Einars Kára. Vona að þið hafið öll skemmt ykkur vel og að þið hafið náð góðum myndum af drengnum :)
Hvernig líst ykkur á Jellebakkaskolen? Í hvaða vöggustofu fór Jón Gauti annars?

Bestu kveðjur frá strákunum mínum,

Karen Áslaug sagði...

Hæ krúsur, vá stór dagur, ekkert smá spennandi! Til lykke til lykke, kyssið Einar frá okkur. Ég var alltaf alveg að pissa í mig af stressi fyrsta skóladaginn einhvers staðar úff! En það hjálpaði mikið að vera með cool græjur :-) Rúmar 3 vikur í að við hittumst, can't wait...xxxxx

Flintebakken fjölskyldan sagði...

Diddí- úff ég trúi ekki að það séu framleiddar skólatöskur f lítil börn sem stendur á Megababe. Hræðilegt !

Salka- takk fyrir það, JG er á vöggustofu við hliðina á leikskólanum hans GÞ. Það er hægt að ganga í gegnum fællessalinn. Mjög þægilegt !

Karen- við erum farin að telja niður dagana í komu ykkar. Grínlaust. Hlökkum endalaust til að fá ykkur í heimsókn.