mánudagur, júní 11, 2007

Spánarveður hérna núna, næstum því aðeins of heitt. Við fórum niður á strönd í gær en ströndin "okkar" er í 15 mín hjólafæri. Við erum búin að selja bílinn og hjólum því út um allt. Snilld. En strákarnir skemmtu sér vel á ströndinni, veiddu krabba og allt.




6 ummæli:

Hafdís sagði...

sól og sumar á íslandi..... þið verðið líka alveg örugglega svona um 15 mín hjólandi niður í nauthólsvík;-)

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flott veður hjá ykkur. Hvernig gengur að undirbúa frí og brottför frá danaveldi?? Það er búin að vera bongóblíða hér í dag, þá er maður sko fljótur að gleyma hinum dögunum, kannski sem betur fer. Vona að allt sé í standi hjá ykkur. kv. ósk

Karen Áslaug sagði...

Sendi ykkur pökkunarstrauma héðan!! Hlökkum ýkt til að fá ykkur heim...

Nafnlaus sagði...

Jæja, eruð þið ekki aaalveg að koma heim???

Gangi ykkur rosalega vel að klára elskunar mínar.

Kv. Salka

Nafnlaus sagði...

Elsku Tóta, hlakka til að fá mér kaffi mér þér og frúnni í Stigahlíðinni. Bestu kveðjur úr Ljósalandinu

Nafnlaus sagði...

Genial fill someone in on and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Thanks you for your information.