sunnudagur, desember 18, 2005


Ég er afmælisstelpa í dag, þá má ég ráða segir Einar Kári. Ekki mikil tilbreyting þar en ég reyni þá bara að vera extra ráðrík í dag. Humm !

Við hjónin fórum allein niður í bæ í gærkvöldi, ok kannski ekki alveg allein. Jón fékk að fljóta með. Við keyptum síðustu jólagjafnirnar og fórum út að borða. Það var frekar fyndið við fórum á snobb stað til að fá okkur að borða. Það er þétt milli borða og fólkið á næsta borði varð forvitið þegar það heyrði okkur tala íslensku. Þau voru mjög hress og skemmtileg, eiga fullt af íslenskum vinum en þau eiga þetta fyrirtæki sem flytur inn vörur til íslands. Gaman að því ;-)

Gummi var búin að baka pönnukökur og hella upp á gott kaffi handa mér. Það finnst mér æði, svo fékk ég fína pakka. Bakpoka frá strákunum, ilmvatn frá Gumma og bók frá mömmu og pabba. Bara æði pæði.

Seinna í dag förum við svo til Hadsten þar sem Baldvin frændi minn á líka afmæli. Hann er 12 ára í dag. Þar ætlum við að sitja og gúffa í okkur góðan mat, síld, rækjur og annað góðgæti. Gummi er líka búin að baka randalínur, hvíta með sultu og brúna með smjörkremi. Ægilega duglegur. Ykkur er velkomið að kíkja í kaffi og randó, nóg til !

Engin ummæli: