fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Jón fór í fyrstu læknisskoðunina sína síðan hann fæddist. Hann er s.s orðin 4150 gr og 58 cm, álíka þungur og Guðni við fæðingu en töluvert lengri. Lækninum leist vel á hann og var ánægður með þetta allt saman.

Lífið gengur annars sinn vanagang, Guðni á reyndar svolítið erfitt þessa dagana. Honum gengur eitthvað ílla að finna sér stöðu innan fjölskyldunnar. Hann er ekki lítill lengur en heldur ekki stór. Hann er lítill í sér og það er stutt í grátinn. Það er sérstaklega á morgnana og þegar Einar fer í talskólann, þá er hann alveg ómögulegur. Litla skinnið, en það verður fínt að fara í frí núna.

Svo er það Pólland á aðfarar nótt sunnudagsins, við ætlum að keyra og búumst við því að það taka um 8 klst með nokkrum stoppum. Við erum orðin ægilega spennt en við verðum hérna . Mikið grín, mikið gaman.

Einar er búin að eignast ALLRA besta vin í leikskólanum, en hann heitir Mads. Hann fór með honum heim að leika um daginn. Það var mikið stuð. En þeir eru miklir félagar og það sem þeim þykir skemmtilegast er að kyssa stelpur og eiga kærustur !!!!! Ég meina það !

föstudagur, ágúst 19, 2005

Við Einar Kári fórum í gær í Harry Potterskólann en Einar kallar talþjálfunarskólann sinn það. Við vorum þar í góða 2 klst og skemmtum okkur vel. Það var farið í hringdans og svo fengu krakkarnir að leika sér á meðan spjallað var við fullorðna fólkið. Okkur líst mjög vel á þetta og Einar K var spenntur að fara af stað í morgun þegar leigubílinn kom að sækja hann. Hann verður s.s sóttur af leigubíl 2x í viku á fim og föst kl 9 og skilað í leikskólann kl 13. Mjög spennó.

Eftir heimsóknina fórum við Jón Gauti í mæðragrúppu en hjúkrunarfræðingurinn sem kom heim í heimaþjónustu skipuleggur hópa af konum sem hittast með börnin sín reglulega. Þetta eru s.s konur sem eru allar fjölbyrur og eiga heima í hverfinu. Mér líst mjög vel á þetta allt saman og til að byrja með ætlum við að hittast 1x í viku 2-3 klst í senn.

Gummi talaði mig inná að kaupa "stóra sjónvarpsrása pakkann" og núna erum við komin með 40+ stöðvar. Svo dundar hann sér við að horfa á BBC og CNN eftir að ég er farin að sofa. Gaman að geta horft á flugslys nánast í beinni útsendingu ! En um daginn var verið að fjalla um Baugsmálið á BBC og Sigrún Davíðs var fréttaskýrandi. Litla Ísland er svo sannrlega komið á kortið. Það er t.d ekki ósjaldan sem danir brydda upp á kaupum Íslendinga sem eru búin að eiga sér stað s.l misseri. Það virðist almenn ánægja með þetta og "almenningur" tjáir sig um að danir eigi að prísa sig sæla yfir því að íslendingar hafi keypt fyrirtækin en ekki rússneskamafían. Mikið til í því.

Helgin verður annasöm að venju, við erum að fara á leikskólahátið á laugardaginn. Sameiginlegt hlaðborð og skemmtiatriði. Það ætla öll börnin og foreldrar þeirra að koma, ótrúlega góð mæting en það eru 60 börn og það ætla að mæta 125 fullorðnir. Vonandi helst sólin og hitinn sem loksins er kominn aftur.

Góða helgi !

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Brjálað að gera.

Í stuttu máli;

  • Amma kom í heimsókn og var hjá okkur í tæpa viku.
  • Soffa frænka hélt upp á 50 ára afmælið sitt í Hadsten hjá Einari Baldvin.
  • Við amma fórum oft í bæinn og ég keypti mér föt.
  • Sigga vinkona mömmu og Anna Jóna kíktu í kaffi.
  • Amma fór aftur til Íslands.
  • Jón Gauti varð 4 vikna.
  • Sommerfest hjá vinnunni hans Gumma.
  • Strákarnir gistu hjá EBB og HJ í Hadsten (bara snilld).
  • Vejfest í götunni okkar í gær.

Komnar myndir á myndasíðuna, Jón er enn á spariskónum og allir hressir og kátir.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Svartur mánudagur

er fyrsti mánudagur eftir frí kallaður. En hérna fara allir í frí í viku 29 og 30 (er farin að telja í vikum eins og danirnir, tíhí). Leikskólar loka og í litla botnlanganum okkar vorum við bara 5 hús af 20 sem vorum heima þessar vikur. En s.s afleiðingar af þessu er að það koma allir í vinnuna á sama tíma og allir eru þunglyndir og stressaðir. Einar Baldvin frændi er vinnusálfræðingur og hann var ásamt nokkrum öðrum í sjónvarpinu í gær þar sem var verið að tala um hvað það er erfitt að fara í vinnuna eftir frí. Hann kom með nokkra góða punkta, en hann talaði m.a um að maður ætti aldrei að fara í vinnuna á mánudegi eftir frí. Helst ætti maður að byrja á fimmtudegi ! Þetta er það sniðugasta sem ég hef heyrt leeeeeeeengi, ætla að stefna fjölskyldunni í vinnu/leikskóla á fimmtudegi e næsta frí ;-) Ekki spurning.

En við erum þrátt fyrir svartan mánudag bara hress. Einar Kári var reyndar frekar lítill í sér á leikskólanum í gær, saknaði okkar Jóns Gauta. En hann jafnar sig á því, ég held reyndar að hann haldi að á meðan þeir stóru stákarnir séu í leikskólanum þá séum við Jón Gauti í brjáluðu partýi. Það er nú ekki beint þannig, við erum aðallega að hvíla okkur og sjá um heimilið ! En það getur s.s virkað spennandi þegar maður er 5 ára.

Svo er vona á ömmu Tótu, Soffu frænku, Helga manninum hennar og Árna strákunum þeirra á fimmtudaginn. Við erum svo heppin að amma T ætlar að gista hjá okkur, það verður frábært fyrir okkur öll ;-)