þriðjudagur, maí 18, 2004

Jæja, þá er helgin á enda og okkur hlakkar mikið til að fá Tótu heim aftur. Einar er náttúrulega búinn að spyrja mig hvar mamma sé. Ég var að pæla í því að útskýra fyrir honum að mamma hafi þurft að fara í aðferðarfræði próf á fimmtud. morgun og í brúðkaup á laugardaginn hjá Gumma og Hafdísi. Mig svona grunaði að þetta hefði getað ruglað hann örlítið í rýminu. Í staðinn ákvað ég að segja við hann að mamma hafi þurft að fara að sækja ömmu tótu, en hún fer út með Tótu og verður hérna í 2 vikur. Fyrir Einar Kára er þetta sem sé kristal klárt og mjög lógískt. Honum finnst samt örlítið skrýtið hvað mamma er lengi að ná í ömmu.
Við fórum í gær í bíó á Katten eftir Dr. Streuss eða hvað hann nú heitir. Þetta sló mikið í gegn, og Guðni hélt þetta auðveldlega út. Ég passaði mig á að hafa nóg af "bensíni" fyrir þá, súkkulað rúsínur, hlaup, kók og flögur. Guðni getur étið út í eitt af svona dóti. Hann tekur Einar alveg í nefið. Þegar Einar er búinn að fá nóg, þá klárar Guðni líka hann portion. Honum er nákvæmlega sama hvort að honum finnst þetta gott eða vont nammi. Fyrir honum er nammi nammi, þ.e. maður segir ekki nei við slíku. Áttum frábæran dag, fórum í kaffi og mat til Einars Baldvin og Heiðbráar, en strákarnir eru alltaf rosalega ánægðir þar. Komum aftur heim um kl. 19:30 og ég skellti þeim í bað og síðan upp í rúm. Þeir eru búnir að standa sig eins og hetjur.



Engin ummæli: