
Við vorum alveg í ruglinu í gær. En við sváfum yfir okkur, vöknuðum ekki fyrr en 7:45 sem er náttl rugl. En það voru smurðir matpakkar og liðinu hrúgað út í bíl á milljón. Gummi festi bílinn og við ákváðum að labba með strákana í staðinn. VIð skiptumst á að halda á Jóni Gauta afþví að auðvitað var ekki hægt að keyra kerruna hans í öllum þessum snjó. Elsku karlinn volaði alla leiðina í vöggustofuna sem var lokuð vegna veðurs þegar við komum þangað. Þannig að dagurinn í gær var heimahuggudagur og það var fínt. En við fáum örugglega bjartsýnisverðlaun fyrir að halda það að danskt samfélag virki þegar það snjóar. Mjög stert merki um að að það er kominn tími til að við flytjum heim, við skiljum ekki og munum aldrei skilja þetta fólk.
En annars eru allir með hor niður á axlir og allt að gerast. Lovely.