
Mér finnst rosalega gaman að vera í skóla, sem betur fer ég er td búin að hanga í háskólanámi í tæp sjö ár þannig að það er eins gott að hafa gaman að. Eða sko, mér finnst gaman 10 mánuði á ári. Þessir tveir mánuðir desember og mai finnst mér alveg viðbjóðslega erfiðir og leiðinlegir, verkefnaskil og pressan er alveg að drepa mig. Ekki að fíla þetta !
Svo fyrir utan það þá eru desember og mai frekar pirrandi mánuðir, þannig séð. Desember er (eins og flestir vita) jólamánuður og þ.a.l stútfullur af allskonar uppákomum og hullumhæi. Og afþví að ég er svo mikið kontrolfrík þá get ég ekki hugsað mér að missa af neinu og er helst í stjórn að skipuleggja líka. Þannig að það er sífellt verið að trufla mig við lesturinn og það gerir mig rosalega pirraða.
Mai er svipað klúður, hann er fullur af frídögum, 1 mai, uppstigningadagur og svo hvítasunnan. Ég meina HALLÓ, er þetta eitthvað persónulegt á mig ? Þolliddaikke.
Fyrir utan það að tveir elstu synir mínir eiga afmæli í þessum mánuðum, Ok Guðni er alveg í lok nóv en þá er maður samt sem áður að detta í gírinn. Einar er 12 mai og það er alveg í miðjum klíðum. Svo kann maður ekki við að ljúga að þeim að afmælin þeirra séu á öðrum dögum og eins vill maður halda flottustu afmælin í götunni. Bjóða ÖLLUM bara svona til að deyfa samviskubitið fyrir að hafa vera pirruð og geðstirð meira eða minna allan mánuðinn.
Annars er allt í góðu og ég óska ykkur öllum saman til hamingju með nýju stjórnina. Myndin hérna efst er tekin eftir afmælið hans Einars Kára og eftir 1 rauðvín. Ægilega hamingjusamir foreldrar. Múhahahaha.